Starfshópur
Starfshópur Kyrtils verkefnisins

Framkvæmdarstjórar Kyrtils verkefnisins.
Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson

Tengiliður við Kanada og ferðaskipuleggjandi
Almar Grímsson

Áhugi minn á þjóðbúningum hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Safnaði þjóðbúningadúkkum og fl. þeim tengdum er ég var lítil stelpa.
Það blundaði lengi í mér að eignast búning og það var fyrir tilviljun var ég er ein af fyrstu nemendum í Annríkis. Þar með hófst ævintýri sem ekki sér fyrir endan á.
Hef saumað 3 búninga á mig sem ég nota mjög mikið og auk þess hef ég saumað á alla í fjölskyldunni sem vilja eiga búning.
Ég gekk í Þjóðbúningafélag Íslands við stofnun þess sem hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum og m.a. fórum við í ógleymanlega þjóðbúningaferð á Ólafsvöku.
Að lokum, námskeiðin hjá Hildi eru mjög vel upp sett, hún er hvetjandi og dugleg að uppfræða nemendur sína um þjóðbúningana og arfleifð okkar.
Aðstoðarferðaskipuleggjandi
Eyrún Olsen

Ritari
Steinunn Guðnadóttir

Skrásetning bókar/scrapbook
Guðmunda Dagbjartardóttir

Ég hef haft áhuga á þjóðbúningum frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var þriggja ára saumaði amma mín upphlut á mig, systur mína og frænku. Sá búningur hefur fylgt mér alla tíð og ég á hann enn.
Í fjölskyldu minni voru sterkar fyrirmyndir, konur, sem klæddust þjóðbúningi við hvert tækifæri. Ömmu mínar áttu báðar bæði upphlut og peysuföt og mamma mín átti upphlut sem er núna í minni eigu. Þessi ríka hefð fyrir notkun þjóðbúninga mótaði jákvæða afstöðu mína til þeirra.
Ég var valin sem Fjallkona í Þorlákshöfn árið 1986. Þá klæddist ég bláum kyrtli sem Kvenfélagið í Þorlákshöfn átti og Fjallkonan kom fram í. Móðir mín hafði verið, og var í þrígang, formaður kvenfélagsins og var þetta henni mikils virði. Ég hafði tvær ungar stúlkur í upphlutum mér við hlið og flutti ljóðið Fylgd eftir Guðmund Böðvarsson.
Mig hafði lengi langað til að eiga Skautbúning og sauma hann sjálf. Ég byrjaði á Skautbúningnum í mars 2017, en verð að segja að ég vissi lítið hvað ég var að fara út í. Ferlið var mjög krefjandi en um leið skemmtilegt, þekking og handleiðsla þeirra Hildar og Ása í Annríki var alveg einstök og til fyrirmyndar. Eftir stendur eigulegur búningur, þekking á íslensku handverki eins baldýringu, snúrugerð úr vírþræði, knipli, skatteringu, lykkjuspori, frágangi og saum af ýmsum toga, en ég tók þá ákvörðun að gera allt sjálf sem tengdist búningnum og læra sem mest. Búningurinn var gerður í frítíma og unnin á námskeiðum hjá Annríki, gerð hans tók rétt rúm 3 ár. Mynstrið sem ég valdi á pilsið er fyrsta mynstur Sigurðar málara, en hann hannaði Skautbúninginn og Kyrtilinn, mynstrið er býsanskt með skírskotun til íslenskrar náttúru og fornra menningarheima. Mynstrið á treyjunni er mitt eigið, unnið upp úr eldri mynstrum.
Kynningafulltrúi og tengiliður
Guðlaug Sigurðardóttir

Ég heiti Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir, fædd og uppalin í Austur landeyjum í Rangárvallasýslu.
Handavinnuáhugi minn byrjaði með Njálureflinum. Njálurefillinn er um 90 metra langur og 50 sentimetra breiður refill sem segir Brennu-Njálssögu. Myndir og texti úr sögunni eru prentuð á hördúk og saumað með refilsaumi.
Ég byrjaði að sauma með vinkonum mínum í Njálureflinum árið 2013, þar sem góður hópur hittist reglulega og saumaði saman. Ég lærði Brennunjálssögu uppá nýtt. Kenndi konum, körlum og börnum að sauma flatsaum og kontursting og ég hef ekki hætt að sauma síðan þá.
Ég skráði mig í nám hjá Hildi í Annríki 2019 held ég sé að muna það rétt, og hún hefur kennt mér allt sem ég kann og hef áorkað, ég á henni allt að þakka. Hún hefur staðið með mér, hvatt mig áfram og leiðbeint mér. Frá því ég fór til hennar að sauma einn þjóðbúning… gat ekki hætt og hef nú þegar saumað þá ófáa.
Það er alkunna, að íslenskar konur sóma sér aldrei betur en í þjóðbúningi sínum.
Handavinna hefur aldrei verið metin til fjárs og ég óska þess að fólk gleymi ekki þessum arf sem við búum að.
Ég sauma þjóðbúninga í frítíma mínu, og þykir mér það ótrúlega skemmtilegt, ég kem mér sífelt á óvart. Ég hef aldrei prufað yoga,,, en ég segi stundum að saumskapurinn sé mitt yoga. ég næ að núlla mig og endurhlaða.
Með saumskapnum hef ég eignast marga góða vini.
Þetta eru miklar kjarnakonur og menn sem hafa tekið þátt í námskeiðum með mér og komið sér upp búning.
Íslenski þjóðbúningurinn sómir sér vel jafnvel við hin hátíðlegustu sem og hin hversdagslegustu tækifæri.
Ég tel mig vinna að því að þjóðbúningurinn hljóti verðugan sess á ný.
Í dag er ég komin í stjórn í Þjóðbúningafélag Íslands, félag sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum og skarti og stuðlar að skipulagi viðburða sem þjóðbúningurinn kemur sér fram.
Þetta hefur reynst mér afar lærdómsríkt.
Kynningafulltrúi og tengiliður
Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir / Sigga Fríða

Móðir mín saumaði sér upphlut fermingarárið mitt og strax þá fannst mér þetta geggjað. 19 ára gömul klæddist ég þessum upphlut á árshátíð Menntaskólans á Akureyri. Þá var teningnum kastað. Ég varð alveg ákveðin í að ég ætlaði að eignast svona búning einhverntíman. Það varð hins vegar ekki fyrr en ég var komin um fimmtugt sem þetta varð að veruleika og ég lét sauma á mig upphlut sem ég hef mikið notað. Stuttu síðar datt mér í hug að fara á námskeið og sauma búining á litla sonardóttur og þá datt ég alveg á bólakaf. Ég taldi henta mér ágætlega að sauma barnabúning, ég hefði hvort eð er ekki þolinmæði í meira. Síðan eru liðin mörg ár og nokkrir búningar. Og Ég hef saumað tvo barnabúninga, tvo 19 aldar upphluti og einn 20 aldar upphlut. Og er núna að sauma 19 aldar upplut á nefnda sonardóttur enda hún að verða fullorðin. Í framhaldi af þessu stofnuðum við nokkrar konur í Skagafirði félagið Pilsaþytur í Skagafirði sem hefur það að markmiði að efla notkun þjóðbúninga og gera þá sýnilega. Við búum okkur upp við hin ýmsu mögulegu og ómögulegu tilefni og skörtum þessum fallegu búningum. Og erum hvergi nærri hættar. Þetta eru allt of fallegir búningar til að láta þá bara hanga inn í skáp. Það var aldrei spurnig um annað en að taka þátt í verkefninu þegar mér var boðið það. Það er heiður að hafa fengið að taka þátt. Gaman að eiga spor í þessum kyrtli.
Útsaumur í pils
Ásta Ólöf Jónsdóttir

Ég fékk áhuga á þjóðbúningum snemma, amma mín átti peysuföt og leyfði mér stundum að prófa peysuna. Þá ákvað ég að ég ætlaði að eignast peysuföt þegar ég yrði stór.
Mamma mín átti upphlut eftir mömmu sína og skartaði honum oft við ýmis tækifæri. Hún lét okkur systur, við erum 3, vita að sú sem fyrst yrði til að sauma sér upphlut, fengi silfrið. Systur mínar höfðu engan áhuga og það var ekki fyrr en ég var fimmtug, að ég fór að hugsa um saumaskap. Ég skráði mig á námskeið hjá Helgu Sigurbjörnsdóttur á Sauðárkróki og kláraði þar 20 aldar upphlut með silfrinu frá ömmu á. Fór svo á útskrift hjá Annríki vorið 2013 og þar féll ég alveg fyrir faldbúningunum. Skráði mig á námskeið hjá Annríki haustið eftir og kláraði búninginn vorið 2016.
Síðan hef ég saumað 19 aldar búning á elsta barnabarnið mitt, vesti handa þeim næstelsta, peysuföt á mig, 20 aldar upphlut á frænku mína, og er með 19 aldar upphlut í bígerð handa yngsta barnabarninu. Þá tók ég þátt í að sauma kyrtil fyrir fjallkonu Skagafjarðar, ásamt konum í Pilsaþyt hér í Skagafirði.
Mér finnst allt í kringum þjóðbúninga skemmtilegt, og við í Pilsaþyt höfum við duglegar að finna tækifæri til að klæðast þeim, gefum árlega út dagatal með myndum sem við söfnum saman eftir ferðir hingað og þangað um fjörðinn. Það er mér mikill heiður að fá að taka þátt í að sauma kyrtil fyrir Íslendingafélagið í Gimli.”
Útsaumur í pils
Jóhanna Björnsdóttir

Útsaumur í pils
Sigríður Ingólfsdóttir

Útsaumur í pils
Rósa Róarsdóttir

Ég var 6 ára þegar ég fékk lánaðan upphlut hjá frænku minni og mér fannst ég svo afskaplega fín og flott, en það er ekki fyrr en 1995 sem boðið er upp á námskeið í búningasaum á Akranesi og ég fékk lánað búningasilfur móður ömmu minnar til að nota á búning fyrir mig. Ég mátti ekki eiga skartið bara fá lánað því að við vorum 6 systkynin og þetta var leið mömmu til að komast hjá vandræðum. Ég gifti mig í 20.alda upphlut sem mákona mín lánaði mér 1973. Síðan eru komnir nokkrir búningar og á ég 14 búninga í dag 20.alda á mig og 1 barna 19.alda 2 fullorðins og 2 barna, herra búninga 2 fullorðins og einn barna, peysuföt, faldbúning, skautbúning og tvo prjónaða 19. alda á stelpu og strák 3-4 ára, einnig hef ég gert mér möttul. Ég hef mikinn áhuga á öllu þjóðlegu og fór með til Kanada 2023 og hafði gaman af þeirri ferð
Útsaumur í hálsmáli
Sigríður Karen Samúelsdóttir

Ég byrjaði á faldbúninganámskeiði í Annríki í mai 2012 en hafði árið áður farið á baldýringsnámskeið hjá Heimilisiðnaðarfél. og í framhaldi af því byrjaði á faldbúnings námskeiði sem varð ekkert úr og snéri mér því að Annríki.
Upphafið af þessu öllu saman var að dóttur minni langaði upphlut en hún hafði fermst í upphlut ömmu minnar sem var á þessum tíma orðin slitinn og langaði hana í útsaumað pils. En við vissum ekki á þeim tíma að það væri faldbúningur sem væri þannig og hófst þá vinnan.
Ég skrifað hjá mér að hafa byrjað 8.maí 2012 í Annríki í fyrsta tímanum og vorum við 5 konur á námskeiðinu. Gerðar voru prufur af munstrinu í pilsið og hef ég búið til púða úr þeim.
Það tók mig 10 mánuði (374 klst).að sauma út í pilsið með blómstursaum. Skrifaði allt niður og lísti því sem ég saumaði hverju sinni. Sat meira að segja inni á hóteli í Færeyjum og saumaði. Allur tími nýttur
Þegar hennar búningur var tilbúinn þá sá ég að ég þyrfti einning að eiga búning til þessa að geta vera með henni. Fór aftur á námskeið jafnt því að ég sat heima og baldýraði. En ég nennti ekki að sauma aftur út í pils og setti borða og gullþráð meðfram. Önnur treyjan er með flauelskurði en hin er baldýruð sem ég reyndar gerði ekki sjálf. Einning voru saumuð undirpils og flauelsbelti á mig og prjónaðar skotthúfur. Stokkabeltið sem til var fór á búning dóttur minnar.
Næst var að fara á höfuðfatanámskeið fyrir okkur báðar sem var í mai 2017.
Síðan vantaði búninga á litlu fjöskylduna og fékk eiginmaður dóttur minnar og lítill sonur eins og hálfsárs búninga í febrúar 2018. Dóttir hennar fékk svo búing rúmlega einsárs í mars 2021. Hún fékk auðvitað baldýringu á upphlutinn. Og var þá öll fjöldkyldan orðin vel klædd.
Við gengum öll á kjörstað uppá klædd í maí 2022 nema eiginmaður minn. Hann sá þá að þetta gekk ekki og samþykkti að fara í búning að ofan þannig að 17.júni 2022 gengum við í skrúðgöngunni öll vel klædd.
En núna er ég búin að endurgera á ltila drenginn sem reyndar er orðin 8 ára og síkka telpubúninginn eins og hægt er þannig að næst er það stærri búningur á hana. Einnig er ég búið að sauma buxur á eiginmanninn og verður hann komin í jakka þegar við förum til Kanada í ágúst og ég með nýtt baldýrað belti sem ég var að klár.
Ég tók að mér að sauma út í ermarnar á kyrtlinm sem gefa á íslendingafélaginu í Gimli nú í ágúst og var það skemmtileg og krefjandi vinna.
Útsaumur í ermar
Ásdís Björgvinsdóttir

Árið 2015 útskrifaðist yngsta dóttir mín sem stúdent og langaði að klæðast þjóðbúningi langömmu sinnar við þá hátíðlegu athöfn. Ég leitaði þá til Annríki – þjóðbúningar og skart, og fékk þar frábæra aðstoð við að þrengja og laga upphlutinn þannig að hann passaði fullkomlega. Ég heillaðist strax af því sem ég sá og skráði mig í framhaldinu á námskeið hjá Annríki.
Fyrsta verkið mitt var að sauma 19. aldar upphlut á barn, og eftir það var ekki aftur snúið. þetta fangaði hug minn alfarið. Síðan þá hef ég saumað skautbúning, 18. aldar faldbúning, einn 20. aldar upphlut, peysuföt og fjóra herrabúninga. Nú er ég að vinna að kyrtli sem ég vona að klárist í vetur og hver veit nema þetta sé alls ekki búið, því þetta er svo skemmtilegt í góðum félagsskap undir frábærri leiðsögn Hildar í Annríki.
Ídráttur í blæju
Ragnhildur Birna Jónsdóttir

Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Olga Kristjánsdóttir

Ég fékk áhuga á þjóðbúningum þegar ég var lítil og sá ömmu mína klæða sig í búninginn sinn, sem hún notaði sem spariföt. Nú þegar ég er orðin fullorðin hef ég erft hennar búning. Þegar Hildur hóf að kenna námskeið í Annríki fór ég á námskeið hjá henni og lagfærði búninginn minn. Þar sá ég einnig peysuföt og ákvað að sauma þau líka. Hildur er frábær kennari með mikla þekkingu á þessum fallega klæðnaði og handverkinu sem honum fylgir, sem jók áhugann minn.
Síðan þá hef ég saumað tvo 19. aldar upphluti, faldbúning með möttli, og núna er ég að vinna í 20. aldar upphlut. Ég tók einnig þátt í að sauma faldbúning sem hjónin gáfu Byggðasafninu í Hafnarfirði og nú nýlega kyrtilinn sjálfan sem við erum að vinna saman að.
Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Elín Kristín Björnsdóttir

Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Björk Garðarsdóttir

Verndari verkefnisins
Margrét Skúladóttir/ Gréta okkar

Hirðljósmyndari/ stuðningur/ Press
Brynjólfur Jónsson og Sigrún Víglundsdóttir

Ég fékk minn fyrsta búning fyrir 17.júní 1974, þá þriggja ára gömul og var agalega ánægð með hann. Þegar ég útskrifaðist sem stúdent ákvað ég að sauma mér sjálf búning en var viss um að þurfa ekki að fara á námskeið. Gerði bara eins og mamma hafði gert. Þann búning er ég búin að rekja upp og nota í annað enda alger bastarður. Ég útskrifaðist sem sveinn í kjólasaum árið 1996 og svo sem kjólameistari 1998 og eftir að hafa farið á námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélaginu 1996 var ég fengin til að aðstoða á námskeiðum þar. Ég tók þátt í Faldafreyju verkefninu 1999-2000 og keypti efni í faldbúning í London árið 1999. Það var svo ekki fyrr en árið 2013 að ég byrjaði að sauma mér 19.aldar faldbúning hjá Annríki. Það tók mig tvö ár og síðan þá hef ég saumað ótal búninga og lagfært marga gamla og lúna upphluti svo að hægt sé að taka þá í gagnið aftur. Þetta er það allra skemmtilegasta sem ég sauma á litlu saumastofunni minni.
Saumskapur og aðstoð við frágang.
Birna Huld Helgadóttir

Handavinnu og prjónaskapur hefur verið viðriðinn allt mitt líf, alveg frá því ég lærði að prjóna 5 ára hjá móður minni. Frá árinu 2004 hef ég gengið undir nafninu Prjóna Jóna á netinu. Í æsku safnaði ég líka þjóðbúningadúkkum sem endaði í um 500 dúkkum, en seinna fóru þær á annað heimil vegna plássleysis.
Árið 1995 fékk ég fyrsta upphlutinn, þá 19 ára gömul. Þá var keyptur um 75 ára gamall notaður upphlutur sem vantaði nýtt heimili, saumaður var við hann skyrta og svunta af móður minni og notaði ég hann við fyrst þegar ég útskrifast sem student úr Flensborg. Hann var notaður mikið, en það kom hlé í þjóðbúningaáhugann á árunum 2000-2014 vegna barneigna og uppeldis.
Veturinn 2014-2015 þá fær dóttir mín gefins upphlutur af ömmu sinni. Það var vel við hæfi, því dóttir mín er fædd á 17. Júní árið 2004 og var þarna 10 ára. Þá byrjuði mín kynni af Annríki – þjóðbúningar og skart. Við fengum Hildi til að sauma við hann skyrtu og svuntu og keyptum notað pils af henni í umboðssölu. Við mægður tókum síðan þátt í 100 fjallkonum Hafnarfjarðar á 17. Júní 2015.
Fljótlega eftir þetta var ég farin að læðast á námskeið í Annríki. Ég hef saumað þrjá 20. aldar upphluti, tvo 19. aldar upphluti og einn faldbúning, hingað til þ.e.a.s. Hef einnig prjónað lítinn 19. aldar búning núna í sumar.
Þjóðbúningafélag Íslands gekk ég í við stofnun og hef sótt viðburði á þeirra vegum og er sérstaklega minnisstæðar tvær ferðir á síðasta ári sem voru til Færeyja á Ólafsvöku og Fjallkonuhátíðin í Skagafirði. Eins er gaman að fara á þjóðbúningamessur og aðra skemmtilega viðburði.
Öll handavinna í tengslum við þjóðbúninginn er svo spennandi. Baldýringin er ein af mínum uppáhalds handavinnum. Einnig finnst mér einstaklega gaman að leika mér að búa til víravirki og hafði mjög gaman af nýafstöðnu víravirkisnámskeiði hjá Ása.
Félagskapurinn í Þjóðbúningafélaginu og í Annríki er einstakur og tel ég mig heppna að hafa kynnst þeim og eignast marga góða vini.
Stuðningsfulltrúi verkefnisins
Jóna Svava Sigurðardóttir

Gestgjafar Knarrneskirkju
Birgir Þórarinsson og Anna Rut Sverrisdóttir
Gjöf frá konum á Íslandi til kvenna á Nýja İslandi
Þátttakendur í verkefninu;
Konur sem komu að verkefninu:
1. Anna Rut Sverrisdóttir
2. Ásdís Björgvinsdóttir
3. Ásta Ólöf Jónsdóttir
4. Birna Huld Helgadóttir
5. Björk Garðarsdóttir
6. Elin Kristín Björnsdóttir
7. Eyrún Olsen
8. Guðlaug Sigurðardóttir
9. Guðmunda Dagbjartardóttir
10. Guðrún Hildur Rosenkjær
11. Jóhanna Björnsdóttir
12. Jóna Svava Sigurðardóttir
13. Olga Kristjánsdóttir
14. Ragnhildur Birna Jónsdóttir
15. Rósa Róarsdóttir
16. Sigríður Ingólfsdóttir
17. Sigríður Karen Samúelsdóttir
18. Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir
19. Steinunn Guðnadóttir
Aðilar sem komu að verkefninu:
- Almar Grimsson
- Ásmundur Kristjánsson
- Birgir Þórarinsson
- Brynjólfur Jónsson
- Sigrún Víglundsdóttir
- Björgvin Bjarnason
- Benedikt Benediktsson
- Páll Jónsson