Í ár eru 150 ár síðan Íslendingar settust að við vestanvert Winnipegvatn. Það var gaman að koma á þessar slóðir og upplifa hvað fólk er ennþá tengt Íslandi eftir allan þennan tíma. Fólk talar jafnvel íslensku og hafði mikinn áhuga á íslenskum þjóðbúningum. Það er því afskaplega gaman að geta sýnt í verki að okkur þyki líka vænt um þessi tengsl. Fjallkonan á sér lengri hefð í Kanada en á Íslandi. Fjallkonan í Gimli kom fyrst fram á Íslendingadeginum árið 1924, tuttugu árum áður en Lýðveldið Ísland varð að veruleika.

hafðu samband