Fjölmiðlar

Bændablaðið

Þessi nýi kyrtill er ekki aðeins fallegt handverk, heldur lifandi tákn um vináttu, samstöðu og menningarleg tengsl sem hafa varað í 150 ár og halda áfram að styrkjast.

Þó að afhendingin hafi verið hátíðlegur hápunktur verkefnisins, þá er ómetanlegt að rifja upp alla þá vinnu sem á undan fór. Hver einasta kona í hópnum lagði sitt af mörkum – hvort sem það var í útsaumi, saumaskap, hönnun, skreytingum, skartviðgerðum, textagerð eða samskiptum við fjölmiðla. Allir þessir þættir skiptu máli og gerðu kyrtilinn að því einstaka verki sem hann er í dag

Express weekly news Canada

The strong cultural and kinship ties between Iceland and New Iceland were celebrated during the Icelandic Festival of Manitoba’s (IFM) Fashion Show on Aug. 2 at the Gimli Theatre.

The fashion show celebrated 150 years of New Iceland and welcomed special guests from Iceland including President Halla Tómasdóttir and her husband Björn Skúlason. It also featured Guðrún Hildur Rósenkjær

and Ásmundur Kristjánsson, whose

Iceland-based company, Ánnriki, specializes in making folk costumes and jewelry.

Forseti Íslands ávarpaði viðburð þar sem hópur nítján íslenskra kvenna færðu samfélaginu í Gimli nýjan kyrtil á fjallkonuna. Þetta var kyrtill sem þær höfðu saumað. Verkefnið, sem fékk heitið „Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi“, var unnið með stuðningi frá fyrirtækinu „Annríki – þjóðbúningar og skart“ í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Þá skoðuðu forsetahjónin New Iceland Heritage Museum, minjasafn helgað landnámi og búsetu Vestur-Íslendinga á þessu svæði.

Vísir

„Kyrtilinn var afhentur í sérstakri athöfn í Leikhúsinu í Gimli á laugardaginn þar sem forseti Ísland, Halla Tómasdóttir, heiðraði okkur með þátttöku sinni og ávarpaði samkomuna. Þá sagði Guðrún Hildur Rosenkjær, annar eigandi Annríkis, frá þróun íslenskra búninga, en búningar hópsins sem nú er í Kanada, spannaði flestar tegundir íslenskra þjóðbúninga.

Í ár eru 150 ár síðan Íslendingar settust að við vestanvert Winnipegvatn. Það var gaman að koma á þessar slóðir og upplifa hvað fólk er ennþá tengt Íslandi eftir allan þennan tíma. Fólk talar jafnvel íslensku og hafði mikinn áhuga á íslenskum þjóðbúningum. Það er því afskaplega gaman að geta sýnt í verki að okkur þyki líka vænt um þessi tengsl. Fjallkonan á sér lengri hefð í Kanada en á Íslandi. Fjallkonan í Gimli kom fyrst fram á Íslendingadeginum árið 1924, tuttugu árum áður en Lýðveldið Ísland varð að veruleika.

hafðu samband