Loka ferða fundur

Loka ferðafundurinn okkar var haldinn þann 28. júlí og mætingin var til fyrirmyndar. Það er greinilegt að tilhlökkunin fyrir ferðalaginu mikla er orðin áþreifanleg.

Almar opnaði fundinn með áhugaverðri og fræðandi kynningu sem fékk marga til að hugsa dýpra um tilgang ferðarinnar og arfleifðina sem við berum með okkur. Eyrún leiddi okkur í gegnum ferðaplanið af sinni yfirveguðu nákvæmni ásamt Almari og enginn fór óviss um hvar, hvenær og hvernig við ætlum að halda áfram.

Sigga Fríða kynnti heimasíðuna okkar, www.kyrtill.is, og lýsti starfseminni þar á léttum og líflegum nótum. Þar var margt um dýrðir , ekki síst hvað verkefnið hefur vaxið og dafnað á þessum vettvangi.

Við minnum á það sem við vitum öll í hjartanu: að enginn gerir svona verkefni einn. Hver og einn sem hefur lagt hönd á plóginn er ómetanlegur hluti af þessu ævintýri, hvort sem það er með nál og tvinna, stuðningi úr fjarlægð eða þátttöku í fundum og undirbúningi. Sérstakar þakkir sendum við norður til kvennanna sem hafa verið okkur ómetanlegar bæði í saumaskap og sálarró, með stuðningi, hlýju og gleði.

Það ríkir sannarlega hátíðleg stemning í hópnum, nú fer að líða að því að við stígum fyrstu skrefin í þetta einstaka ferðalag sem við eigum öll saman.

hafðu samband