Nýr kyrtill og tákn nýrrar tengingar.

Í lok árs 2023 var ákveðið að nýi kyrtillinn yrði ljós eins og upprunalegi kyrtillinn, en með útsaumuðu mynstri sem endurspeglar íslenska náttúru og menningu.

Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson eigendur Annríkis fengu til liðs við sig nemendur frá Annríki ásamt hluta kvenna sem voru með í Kanadaferðinni 2023.

Góður starfshópur hefur myndast sem stýrir verkefninu undir handleiðslu Hildar, og hefur tekið að sér útsaum á kyrtlinum, sem mun prýða fjallkonuna við hátíðarhöldin í Gimli árið 2025.

Mynstrið sem valið var fyrir kyrtilinn er Liljumynstur, sem teiknað var af Sigurði málara. Þetta mynstur á rætur sínar að rekja til forna altarisklæða og er saumað með lykkjuspori og flatsaumi, sem gefur því bæði klassískt og nýtt útlit.

Samstarf milli kvenna

Verkefnið er einstaklega sérstakt fyrir þann mikla hóp kvenna sem tekur þátt sem viðkemur skipulagi, kynningu, útsaumi sem og viðgerð á höfuðbúnaði og möttli.

Almar Grímsson er tengiliður við Kanada, og Sigrún Ásmundsdóttir er tengliður hópsins til Íslendingafélagsins í Kanada.

hafðu samband