Forseti Íslands ávarpaði viðburð þar sem hópur nítján íslenskra kvenna færðu samfélaginu í Gimli nýjan kyrtil á fjallkonuna. Þetta var kyrtill sem þær höfðu saumað. Verkefnið, sem fékk heitið „Gjöf kvenna á Íslandi til kvenna á Nýja Íslandi“, var unnið með stuðningi frá fyrirtækinu „Annríki – þjóðbúningar og skart“ í nánu samráði við stjórnendur Íslendingadagsins í Gimli. Þá skoðuðu forsetahjónin New Iceland Heritage Museum, minjasafn helgað landnámi og búsetu Vestur-Íslendinga á þessu svæði.