Skagafjarðarhópurinn samanstendur af fjórum konum: Ástu Ólöfu Jónsdóttur, Jóhönnu Björnsdóttur, Rósu Róarsdóttur og Sigríði Ingólfsdóttur. Þær tóku að sér útsaum í pilsið og fóru afskaplega rólega af stað – veltu þessu fyrir sér fram og til baka, ræddu hvernig best væri að gera þetta og prófuðu sig áfram.
Nú hafa þær hins vegar spýtt í lófana og eru komnar á fullt skrið. Þær stefna að því að vera búnar í febrúar–mars. Pilsaþytur er með aðstöðu að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, og þar hafa þær hist og saumað saman.
Þetta hafa verið afskaplega gefandi samverustundir sem örugglega munu ylja þeim þegar þær rifja þetta upp síðar á elliheimilinu.