Starfshópur
Starfshópur Kyrtils verkefnisins

Framkvæmdarstjórar Kyrtils verkefnisins.
Guðrún Hildur Rosenkjær og Ásmundur Kristjánsson

Tengiliður við Kanada og ferðaskipuleggjandi
Almar Grímsson

Áhugi minn á þjóðbúningum hefur einhvern veginn alltaf verið til staðar. Safnaði þjóðbúningadúkkum og fl. þeim tengdum er ég var lítil stelpa.
Það blundaði lengi í mér að eignast búning og það var fyrir tilviljun var ég er ein af fyrstu nemendum í Annríkis. Þar með hófst ævintýri sem ekki sér fyrir endan á.
Hef saumað 3 búninga á mig sem ég nota mjög mikið og auk þess hef ég saumað á alla í fjölskyldunni sem vilja eiga búning.
Ég gekk í Þjóðbúningafélag Íslands við stofnun þess sem hefur staðið fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum og m.a. fórum við í ógleymanlega þjóðbúningaferð á Ólafsvöku.
Að lokum, námskeiðin hjá Hildi eru mjög vel upp sett, hún er hvetjandi og dugleg að uppfræða nemendur sína um þjóðbúningana og arfleifð okkar.
Aðstoðarferðaskipuleggjandi
Eyrún Olsen

Ritari
Steinunn Guðnadóttir

Skrásetning bókar/scrapbook
Guðmunda Dagbjartardóttir

Kynningafulltrúi og tengiliður
Guðlaug Sigurðardóttir

Ég heiti Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir, fædd og uppalin í Austur landeyjum í Rangárvallasýslu.
Handavinnuáhugi minn byrjaði með Njálureflinum. Njálurefillinn er um 90 metra langur og 50 sentimetra breiður refill sem segir Brennu-Njálssögu. Myndir og texti úr sögunni eru prentuð á hördúk og saumað með refilsaumi.
Ég byrjaði að sauma með vinkonum mínum í Njálureflinum árið 2013, þar sem góður hópur hittist reglulega og saumaði saman. Ég lærði Brennunjálssögu uppá nýtt. Kenndi konum, körlum og börnum að sauma flatsaum og kontursting og ég hef ekki hætt að sauma síðan þá.
Ég skráði mig í nám hjá Hildi í Annríki 2019 held ég sé að muna það rétt, og hún hefur kennt mér allt sem ég kann og hef áorkað, ég á henni allt að þakka. Hún hefur staðið með mér, hvatt mig áfram og leiðbeint mér. Frá því ég fór til hennar að sauma einn þjóðbúning… gat ekki hætt og hef nú þegar saumað þá ófáa.
Það er alkunna, að íslenskar konur sóma sér aldrei betur en í þjóðbúningi sínum.
Handavinna hefur aldrei verið metin til fjárs og ég óska þess að fólk gleymi ekki þessum arf sem við búum að.
Ég sauma þjóðbúninga í frítíma mínu, og þykir mér það ótrúlega skemmtilegt, ég kem mér sífelt á óvart. Ég hef aldrei prufað yoga,,, en ég segi stundum að saumskapurinn sé mitt yoga. ég næ að núlla mig og endurhlaða.
Með saumskapnum hef ég eignast marga góða vini.
Þetta eru miklar kjarnakonur og menn sem hafa tekið þátt í námskeiðum með mér og komið sér upp búning.
Íslenski þjóðbúningurinn sómir sér vel jafnvel við hin hátíðlegustu sem og hin hversdagslegustu tækifæri.
Ég tel mig vinna að því að þjóðbúningurinn hljóti verðugan sess á ný.
Í dag er ég komin í stjórn í Þjóðbúningafélag Íslands, félag sem sérhæfir sig í íslenskum þjóðbúningum og skarti og stuðlar að skipulagi viðburða sem þjóðbúningurinn kemur sér fram.
Þetta hefur reynst mér afar lærdómsríkt.
Kynningafulltrúi og tengiliður
Sigurbjörg Fríða Ólafsdóttir / Sigga Fríða

Útsaumur í pils
Ásta Ólöf Jónsdóttir

Útsaumur í pils
Jóhanna Björnsdóttir

Útsaumur í pils
Sigríður Ingólfsdóttir

Útsaumur í pils
Rósa Róarsdóttir

Ég var 6 ára þegar ég fékk lánaðan upphlut hjá frænku minni og mér fannst ég svo afskaplega fín og flott, en það er ekki fyrr en 1995 sem boðið er upp á námskeið í búningasaum á Akranesi og ég fékk lánað búningasilfur móður ömmu minnar til að nota á búning fyrir mig. Ég mátti ekki eiga skartið bara fá lánað því að við vorum 6 systkynin og þetta var leið mömmu til að komast hjá vandræðum. Ég gifti mig í 20.alda upphlut sem mákona mín lánaði mér 1973. Síðan eru komnir nokkrir búningar og á ég 14 búninga í dag 20.alda á mig og 1 barna 19.alda 2 fullorðins og 2 barna, herra búninga 2 fullorðins og einn barna, peysuföt, faldbúning, skautbúning og tvo prjónaða 19. alda á stelpu og strák 3-4 ára, einnig hef ég gert mér möttul. Ég hef mikinn áhuga á öllu þjóðlegu og fór með til Kanada 2023 og hafði gaman af þeirri ferð
Útsaumur í ermar og berustykki
Sigríður Karen Samúelsdóttir

Ég byrjaði á faldbúninganámskeiði í Annríki í mai 2012 en hafði árið áður farið á baldýringsnámskeið hjá Heimilisiðnaðarfél. og í framhaldi af því byrjaði á faldbúnings námskeiði sem varð ekkert úr og snéri mér því að Annríki.
Upphafið af þessu öllu saman var að dóttur minni langaði upphlut en hún hafði fermst í upphlut ömmu minnar sem var á þessum tíma orðin slitinn og langaði hana í útsaumað pils. En við vissum ekki á þeim tíma að það væri faldbúningur sem væri þannig og hófst þá vinnan.
Ég skrifað hjá mér að hafa byrjað 8.maí 2012 í Annríki í fyrsta tímanum og vorum við 5 konur á námskeiðinu. Gerðar voru prufur af munstrinu í pilsið og hef ég búið til púða úr þeim.
Það tók mig 10 mánuði (374 klst).að sauma út í pilsið með blómstursaum. Skrifaði allt niður og lísti því sem ég saumaði hverju sinni. Sat meira að segja inni á hóteli í Færeyjum og saumaði. Allur tími nýttur
Þegar hennar búningur var tilbúinn þá sá ég að ég þyrfti einning að eiga búning til þessa að geta vera með henni. Fór aftur á námskeið jafnt því að ég sat heima og baldýraði. En ég nennti ekki að sauma aftur út í pils og setti borða og gullþráð meðfram. Önnur treyjan er með flauelskurði en hin er baldýruð sem ég reyndar gerði ekki sjálf. Einning voru saumuð undirpils og flauelsbelti á mig og prjónaðar skotthúfur. Stokkabeltið sem til var fór á búning dóttur minnar.
Næst var að fara á höfuðfatanámskeið fyrir okkur báðar sem var í mai 2017.
Síðan vantaði búninga á litlu fjöskylduna og fékk eiginmaður dóttur minnar og lítill sonur eins og hálfsárs búninga í febrúar 2018. Dóttir hennar fékk svo búing rúmlega einsárs í mars 2021. Hún fékk auðvitað baldýringu á upphlutinn. Og var þá öll fjöldkyldan orðin vel klædd.
Við gengum öll á kjörstað uppá klædd í maí 2022 nema eiginmaður minn. Hann sá þá að þetta gekk ekki og samþykkti að fara í búning að ofan þannig að 17.júni 2022 gengum við í skrúðgöngunni öll vel klædd.
En núna er ég búin að endurgera á ltila drenginn sem reyndar er orðin 8 ára og síkka telpubúninginn eins og hægt er þannig að næst er það stærri búningur á hana. Einnig er ég búið að sauma buxur á eiginmanninn og verður hann komin í jakka þegar við förum til Kanada í ágúst og ég með nýtt baldýrað belti sem ég var að klár.
Ég tók að mér að sauma út í ermarnar á kyrtlinm sem gefa á íslendingafélaginu í Gimli nú í ágúst og var það skemmtileg og krefjandi vinna.
Aðstoðarferðaskipuleggjandi
Ásdís Björgvinsdóttir

Ídráttur í blæju
Ragnhildur Birna Jónsdóttir

Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Olga Kristjánsdóttir

Ég fékk áhuga á þjóðbúningum þegar ég var lítil og sá ömmu mína klæða sig í búninginn sinn, sem hún notaði sem spariföt. Nú þegar ég er orðin fullorðin hef ég erft hennar búning. Þegar Hildur hóf að kenna námskeið í Annríki fór ég á námskeið hjá henni og lagfærði búninginn minn. Þar sá ég einnig peysuföt og ákvað að sauma þau líka. Hildur er frábær kennari með mikla þekkingu á þessum fallega klæðnaði og handverkinu sem honum fylgir, sem jók áhugann minn.
Síðan þá hef ég saumað tvo 19. aldar upphluti, faldbúning með möttli, og núna er ég að vinna í 20. aldar upphlut. Ég tók einnig þátt í að sauma faldbúning sem hjónin gáfu Byggðasafninu í Hafnarfirði og nú nýlega kyrtilinn sjálfan sem við erum að vinna saman að.
Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Elín Kristín Björnsdóttir

Undirpils og samsetning á kyrtli og höfuðbúnaði
Björk Garðarsdóttir

Stuðningsfulltrúi verkefnisins